Þjálfunarlífeðlisfræði

  1. Hreyfing
    orkueyðsla sem komin er til vegna samdráttar rákóttra vöðva
  2. Æfing
    Skipulögð, kerfisbundin hreyfing gerð með einhvern tilgang í huga
  3. Þjálfunarlífeðlisfræði
    fræði um hvernig líkamsbygginging og starfsemin bregðast við æfingu og þjálfun
  4. Keppnislíffræði
    fræði sem notar hugtök þjálfunarlífeðlisfræðarinnar til þjálfunar íþróttarmannsin og aukinnar keppnisframmistöðu
  5. Stök æfing
    Einn æfingatími
  6. Þjálfun
    Margar æfingar- veldur lífeðlisfræðilegum aðlögunum
  7. Skyndiviðbrögð
    Viðbrögð líkamans við einni æfingu
  8. Langtíma aðlaganir
    Viðbrögð líkamans við þjálfun
  9. Gangvirki
    Skýring á hvernig viðbrögð við æfingu eða aðlögun við þjálfun eiga sér stað.
  10. Skilyrðislaust álag
    Vinna með stöðugu álagi án tilvísunar til hámarksgetu
  11. Hlutfallsálag
    Vinna með tilvísun til einhvers hámarks.
  12. Ákefð æfinga
    Hvíld = gera ekki neitt, submaximal= æfing/álag neðan hámarks, hámarksálag/æfing/geta, supramaximal = æfing/álag ofan hámarks.
  13. Vinnumælir
    Tæki sem gerir rannsakendum kleyft að stjórna/staðla álagi og mæla það.
  14. Óháð breyta
    Þáttur sem stjórnað er af rannsakandanum.
  15. Háð breyta
    Þáttur sem breytist eftir óháðu breytunni.
  16. Réttmæti
    mælir prófið það sem það á að mæla
  17. Áræðanleiki
    Fást sömu niðurstöðurnar aftur og aftur (ekki 85kg núna og 60 á eftir)
  18. Þverskurðarrannsóknarsnið
    Mismunandi hópar prófaðir á sama tíma og bornir saman
  19. Langtímarannsóknarsnið
    Sami hópurinn prófaður aftur og aftur og fylgst með breytingu.
  20. Viðmiðunarhópur
    Mikilvægur til þess að sjá hvaða breytingar gerast vegna þjálfunar
  21. Lyfleysuhópur
    Nauðsynlegur til að sjá hvaða breytingar verða ef fólki er gefið eitthvað.
Author
Stjani86
ID
19023
Card Set
Þjálfunarlífeðlisfræði
Description
Hugtök
Updated