Samfélagsfræði

 1. Hver er elsta stjórnarskrá í heimi?
  Bandaríkin 1787 (1789)
 2. Hvað er framkvæmdavald?
  Forseti íslands og ríkisstjórnin (ráðherrar) framkvæma það sem Alþingi samþykkir.
 3. Hvað er dómsvald?
  Dómarar sem dæma eftir lögum sem Alþingi samþykkir.

  • Hæstiréttur: Æðstur dómstóla, tók til starfa 1920. Forseti skipar hæstaréttardómara.
  • Héraðsdómsstólar: Eru átta. Héraðsdómari skipaður af dómsmálaráðherra. Einn dómari í hverju máli.
 4. Hvað eru Mannréttindi?
  • Mannréttindi eru ekki sjálfgefin. Víða um heim hefur fólk þurft að berjast fyrir grundvallar mannréttindum.
  • Mannréttindi eru alþjóðleg og eiga að vera óháð því hvar eða í hvers konar samfélagi manneskjan býr.
  • Til eru margs konar alþjóðlegir samningar.
  • Amnesty International meðal þekktustu mannréttingasamtaka í heimi.
 5. Hvað gerir forseti Íslands?
  • Hann er æðsti embættismaður ríkisins og sameiningartákn. Getur neitað að skrifa undir lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi.
  • Handhafar forsetavalds í fjarveru hans: Forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar.
  • Forseti Íslands velur ríkisstjórn - felur formanni stjórnmálaflokks að mynda stjórn, ef sá flokkur hefur ekki meirihluta þingmanna eftir kosningar verður hann að fara í samvinnu við flokk með meirihluta.
 6. Hvað er ríkisráð?
  Forsetinn og ráðherrar ríkisstjórnar. Lög borin undir forsetann, forsætisráðherra kemur með tillögur um hvenær eigi að halda fund.
 7. Hvað er Þingræði?
  Ríkisstjórnin verður að hafa meiriluta þingmanna á bak við sig.
 8. Hvað eru Þingflokkar?
  Þeir eru myndaðir úr þeim stjórnmálaflokkum sem buðu sig fram til kosninga. Þingflokkurinn velur þingflokksformann. Þingmapur greiðir ekki alltaf atkvæði í takt við vilja flokksins.
 9. Hvað er Lagasetning?
  • Allir þingmenn hafa rétt til að leggja fram lagafrumvarp. Stjórnarfrumvörp eru hins vegar fleiri en þingmannafrumvörp. Þrjár umræður um frumvarpið á Alþingi. Vísað til umfjöllunar í nefnd eftir 1. umræðu.
  • Fjölmiðlar reyna að hafa áhrif.
 10. Hvað eru hagsmunahópar?
  • Hópar einstaklinga eða félaga sem reyna að hafa áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar.
  • a) Til þess að hafa áhrif á hagsmuni félagsmanna sinn, t.d. verkalýðsfélög, félög atvinnurekanda.
  • b) Reyna að hafa áhrif vegna viðhorfa til ákveðinna mála (stundum baráttumála) t.d. náttúruverndarsamtök.
Author
Anonymous
ID
150955
Card Set
Samfélagsfræði
Description
allskonar
Updated